Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

www.heilsugæslan.is

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins samanstendur af fimmtán heilsugæslustöðvum í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, Þróunarstofu heilsugæslunnar, Þroska- og hegðunarstöð, Göngudeild sóttvarna, Geðheilsu-eftirfylgd/iðjuþjálfun og stjórnsýslu Heilsugæslunnar.

Landlæknisembættið

www.landlaeknir.is

Markmið Landlæknisembættisins er að stuðla að heilbrigði landsmanna, m.a. með því að tryggja gæði heilbrigðisþjónustu og stuðla að því að lýðheilsustarf og heilbrigðisþjónusta byggist á bestu þekkingu og reynslu á hverjum tíma. Meginhlutverk embættisins er fjórþætt, ráðgjöf, fræðsla, eftirlit og upplýsingasöfnun.

6H

www.6H.is

Markmið með þessum heilsuvef er að útvega áreiðanlegar upplýsingar frá fagfólki um heilsutengda þætti fyrir börn, unglinga og foreldra. Sex hugtök sem byrja öll á H mynda umgjörð 6H heilsunnar þetta eru hugtökin: hollusta, hreyfing, hamingja, hugrekki, hvíld og hreinlæti.

Velferðarráðuneytið

www.vel.is

Velferðarráðuneytið tók formlega til starfa 1. janúar 2011. Verkefni velferðarráðuneytisins varða velferðar- og fjölskyldumál, heilbrigðisþjónustu, húsnæðismál, vinnumarkaðsmál og jafnréttismál.

Heilsugæslan Salahverfi

www.salus.is

Heilsugæslunni í Salahverfi leggur áherslu á almenna læknis- og hjúkrunarþjónustu, meðgönguvernd, ungbarnavernd og skólaheilsugæslu. Þjónustusvæði Heilsugæslunnar í Salahverfi nær til Linda-, Sala-, Kóra- og Vatnsendahverfa í Kópavogi.