Nei, en við bendum á Tannlæknavaktina í síma 426-8000
Er hægt að fá lyfseðla afgreidda í gegnum síma?
Það er ekki í boði
Er hægt að fá símatíma hjá læknum?
Hjúkrunarfræðingar sinna símaráðgjöf alfarið
Er hægt að fá vottorð á Læknavaktinni?
Öll helstu vottorð eru gefin út á Læknavaktinni, háð skoðun læknis.
Sérhæfðari vottorðum skal almennt vísa á heimilislækni viðkomandi. Frekari upplýsingar má nálgast hjá móttökuritara í síma 1770.
Eru framkvæmdar rannsóknir á Læknavaktinni?
Allar algengustu hraðrannsóknir eru aðgengilegar vaktlæknum Læknavaktarinnar má nálgast hjá móttökuritara í síma 1770.
Þar má nefna:
Streptókokkapróf
CRP
Þvagstix
Hemóglóbín
Er hægt að sauma á Læknavaktinni?
Aðstaða til að sauma minniháttar skurði á fullorðnum er til staðar á Læknavaktinni. Einstaklingum með stærri skurði eða skurði hjá börnum er vísað á Bráðamóttöku Landspítala.
Ég bý í útlöndum, má ég koma á Læknavaktina?
Læknavaktin er opin öllum
Ég bý úti á landi, má ég koma á Læknavaktina?
Læknavaktin er opin öllum
Get ég fengið lækni heim til mín?
Já ef þú ert staðsett/ur á vaktsvæði Læknavaktarinnar, það er:
Reykjavík
Kópavogur
Seltjarnarnes
Hafnarfjörður
Garðarbær
Mosfellsbær
Kjalarnes og Kjósarhreppur
Hvað kostar að koma á Læknavaktina?
Læknavaktin innheimtir í samræmi við gildandi reglugerð um kostnaðarþátttöku einstaklinga í heilbrigðisþjónustu.
Er frítt fyrir börn / öryrkja / lífeyrisþega?
Já skv. gildandi reglugerð 2014. Háð breytingum.
Er hægt að hringja í Læknavaktina erlendis frá?
Já, notast skal við símanúmerið +354 544-4113