Háaleitisbrautin

Fyrir þremur árum skrifaði ég pistil sem ég kallaði Háleitisbrautin og sem mig langar að endurskrifa nú í tilefni af „Óheillabrautinni“ sem við nú göngum í niðurrifi heilbrigðisþjónustunnar og sem hefur orðið að víkja sl. áratugi fyrir annarri verðmætasköpun en sem tengist heilsunni. Heilsuviðmið sem eru gjaldfallin í samanburði við t.d. veraldlegar eignir ríkisins og kapphlaupi ríkisstjórnarinnar að borga ríkisskuldir niður á sem skemmstum tíma, hvað sem það kostar.

Á leið minni í vinnuna á Slysó, eins og Slysa- og bráðamóttakan í Fossvogi er oft kölluð, keyri ég yfirleitt eins og leið liggur vestur Vesturlandsveginn og síðan suður Háaleitisbrautina. Brautina mína þann daginn, en sem er leið flestra annarra í öðrum tilgangi. Í mínum huga er sjálf Háaleitisbrautin sérstök braut væntinga og endurminninga. Fyrri reynslu og að vita aldrei hvað vaktin ber í skauti sínu. Smá kvíði í bland við ósk um góða vakt. Á heimleiðinni varpar maður síðan öndinni aðeins léttar. Með hugann við allt sem gerðist á vaktinni og viðfang félaganna sem tóku við henni. Á braut sem er samt ósköp venjuleg gata í Reykjavík og fáir tengja umræðunni um heilbrigðismálin. Ekkert frekar en almenningur gerir í umræðunni um stöðu heilbrigðismála yfirhöfuð og allt það sem að baki býr og tekið hefur áratugi að byggja upp. Fyrir lágmarks heilbrigðisöryggi og gott aðge