Alzheimer, ótímabæri vágesturinn í flestum fjölskyldum

Nú er heldur betur farið að hvessa, enda haustið löngu komið. Alzheimer heilahrörnunarsjúkdómurinn er hins vegar mjög alvarlegur sjúkdómur sem veldur ótimabærri heilabilun hjá fólki, oft á besta aldri (frá um 50 ára) og er sá sjúkdómur sem flestir hræðast hvað mest í nútíma samfélagi. Á Íslandi er sjúkdómurinn 3. algengastur meðal OECD ríkjanna í dag og sem um 20% einstaklingar á aldrinum 65-74 ára greinast með. Oftar hjá háöldruðum með vaxandi öldrun þjóðarinnar.

Því miður vitum við ekki enn hvað ræður mestu um upphaf Alzheimer sjúkdómsins. Við vitum þó að hann er að hluta ætttengdur, eins og svo oft á við um marga alvarlega sjúkdóma, nátengt umhverfinu, lifnaðarháttum og ytra áreiti á genatjáningu. Hann tengist þannig lífsstílssjúkdómunum sem á okkur herja, offitu og sykursýki. Ef til vill meira við Íslendinga en aðra þar sem þeir eru meðal feitustu þjóða heims.

Alzheimer sjúkdómurinn kallar fljótt á miklar áhyggjur aðstandenda, þörf á aukinni umönnun við þann sjúka, sem og heilbrigðisyfirvöldum síðar með miklum kostnaði tengt langtímavistun á dagdeildum og hjúkrunarheimilum. Mikilvægast er fyrir alla aðstandendur að glöggva sig á fyrstu einkennum sjúkdómsins í tíma til að geta brugðist sem best við og sem er tilefni skrifanna. Á ekki ósvipaðann hátt og þegar varað er við óveðri eða gosóróa og sem fjölmiðlarnir sýna alltaf mestann áhugann á.

Með snemmgreiningu og auknum skilningi aðstandenda og atvinnurekenda má létta að einhverju leiti áhyggjunum vegna geðrænna einkenna sem fram geta komið í hægum framgangi sjúkdómsins í byrjun og sníða síðan kröfurnar eftir getu. Einkenni sem annars geta leitt til misgreiningar og sjálfsheldu óöryggis, spennu og einangrunar. Lyfin í dag sem seinkað geta aðeins framgangi sjúkdómsins og minnistapinu um nokkur ár (sjá hér fyrir neðan) virka best ef þeim er beitt í tíma og bæta þá einstaklingnum jafnvel nokkur mjög dýrmæt ár í vinnu og sem annars væru glötuð og möguleikans á að njóta lífsins aðeins lengur.