Á Læknavaktinni starfa yfir hundrað manns og er valinn maður í hverju rúmi.

Læknarnir

Læknavaktin hefur yfir að ráða um 80 sérfræðingum í heimilislækningum sem nýta þekkingu sína og reynslu til að stuðla að betri heilsu og líðan þeirra sem til okkar leita.

 Hjúkrunarfræðingarnir

Hópur úrvals hjúkrunarfræðinga sjá um að veita faglega símaráðgjöf í síma 1770. Bakgrunnur þeirra er fjölbreyttur en allar eiga þær það sameiginlegt að hafa yfirgripsmikla þekkingu, reynslu og vilja til að aðstoða þá sem hringja.

 Móttökuritararnir

Þéttur hópur móttökuritarar skiptast á að taka á móti skjólstæðingum okkar í móttökunni að Smáratorgi. Einn mikilvægasti hlekkurinn til að láta þjónustuna ganga sem best og hraðast fyrir sig.

Bílstjórarnir

Fámennur en góðmennur hópur atvinnubílstjóra sjá til þess að íbúar vaktsvæðisins njóti læknisþjónustu í heimahúsum sínum með skilvirkum og öruggum hætti. Þökk sé Lögregluskóla Ríkisins hafa þeir hlotið þjálfun í AMF (Akstur Með Forgangi).