Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

www.heilsugæslan.is

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins samanstendur af fimmtán heilsugæslustöðvum í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, Þróunarstofu heilsugæslunnar, Þroska- og hegðunarstöð, Göngudeild sóttvarna, Geðheilsu-eftirfylgd/iðjuþjálfun og stjórnsýslu Heilsugæslunnar.

Landlæknisembættið

www.landlaeknir.is

Markmið Landlæknisembættisins er að stuðla að heilbrigði landsmanna, m.a. með því að tryggja gæði heilbrigðisþjónustu og stuðla að því að lýðheilsustarf og heilbrigðisþjónusta byggist á bestu þekkingu og reynslu á hverjum tíma. Meginhlutverk embættisins er fjórþætt, ráðgjöf, fræðsla, eftirlit og upplýsingasöfnun.

Heilsuvera.is

www.heilsuvera.is

Heilsuvera er vefur fyrir almenning um heilsu og áhrifaþætti hennar. Inn á mínum síðum er öruggt vefsvæði þar sem hægt er að eiga í samskiptum við starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar og nálgast gögn úr eigin sjúkraskrá. Heilsuvera er samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embættis landlæknis. Markmið síðunnar er að koma á framfæri til almennings áreiðanlegri þekkingu um þroska, heilsu og áhrifaþætti heilbrigðis. Fjölmargir sérfræðingar og leikmenn hafa lagt okkur lið með yfirlestri, ábendingum og góðum ráðum.

Velferðarráðuneytið

www.vel.is

Velferðarráðuneytið tók formlega til starfa 1. janúar 2011. Verkefni velferðarráðuneytisins varða velferðar- og fjölskyldumál, heilbrigðisþjónustu, húsnæðismál, vinnumarkaðsmál og jafnréttismál.

Heilsugæslan Höfða

www.hgh.is

Heilsugæslan Höfða var opnuð í Júní 2017 og er staðsett að Bíldshöfða 9

Heilsugæslan í Urðarhvarfi

https://heilsugaesla.hv.is/

Heilsugæslan í Urðarhvarfi er opin öllum óháð búsetu. Markmið heilsugæslustöðvarinnar er að veita góða þjónustu og stuðla að snemmbæru inngripi sjúkdóma. Sérstök áhersla er lögð á forvarnir, lífsstíl, mataræði og hreyfingu og teymisvinnu fagaðila á stöðinni með þetta að leiðarljósi.

Heilsugæslan Salahverfi

www.salus.is

Heilsugæslunni í Salahverfi leggur áherslu á almenna læknis- og hjúkrunarþjónustu, meðgönguvernd, ungbarnavernd og skólaheilsugæslu. Þjónustusvæði Heilsugæslunnar í Salahverfi nær til Linda-, Sala-, Kóra- og Vatnsendahverfa í Kópavogi.