Eru tannlæknar á Læknavaktinni?

Nei, en við bendum á Tannlæknavaktina í síma 426-8000

Er hægt að fá símatíma hjá læknum?

Hjúkrunarfræðingar sinna símaráðgjöf alfarið

Er hægt að fá vottorð á Læknavaktinni?

Vottorð vegna veikinda og slysa sem leitað er með á Læknavaktina eru skrifuð að mati læknis, eftir því sem þarf. Þar má t.d. nefna vottorð vegna fjarvista frá skóla eða vinnu og áverkavottorð.

Beiðnum um önnur vottorð sem t.d. byggja að hluta til á upplýsingum um fyrra heilsufar er almennt vísað á heimilislækni viðkomandi eða heilsugæslustöð á dagtíma. Þar má t.d. nefna ökuleyfisvottorð, skotvopnaleyfisvottorð, dagmömmuvottorð og önnur sérhæfðari vottorð.

Frekari upplýsingar má nálgast hjá móttökuritara í síma 1770.

Eru framkvæmdar rannsóknir á Læknavaktinni?

Algengustu hraðrannsóknir í heilsugæslu eru aðgengilegar læknum Læknavaktarinnar og meta þeir þörfina.

Þar má nefna:
Streptókokkapróf (strep-test)
CRP
Almenn þvagrannsókn (þvagstix)
Blóðrauði (hemóglóbín- Hb)
Blóðsykur

Er hægt að sauma á Læknavaktinni?

Aðstaða til að sauma minniháttar skurði á fullorðnum er til staðar á Læknavaktinni. Einstaklingum með stærri skurði eða skurði hjá börnum er vísað á Bráðamóttöku Landspítala.

Get ég fengið lækni heim til mín?

Já ef þú ert staðsett/ur á vaktsvæði Læknavaktarinnar, það er:

Reykjavík
Kópavogur
Seltjarnarnes
Hafnarfjörður
Garðarbær
Mosfellsbær
Kjalarnes og Kjósarhreppur

Hvað kostar að koma á Læknavaktina?

Læknavaktin innheimtir í samræmi við gildandi reglugerð um kostnaðarþátttöku einstaklinga í heilbrigðisþjónustu.

Er frítt fyrir börn / öryrkja / lífeyrisþega?

Já skv. gildandi reglugerð 2014. Háð breytingum.

Er hægt að hringja í Læknavaktina erlendis frá?

Já, notast skal við símanúmerið +354 544-4113