Fagleg símaráðgjöf fyrir allt landið, allan sólarhringinn.

Þann 1. apríl 2017 tók Læknavaktin formlega við símaverkefni um heilbrigðisráðgjöf og vegvísun eftir útboð haustið 2016.

Hjúkrunarfræðingar eru á vakt allan sólarhringinn í síma 1770 og 1700 og sinna faglegri símaráðgjöf og vegvísun í heilbrigðiskerfinu fyrir allt landið.
Í vegvísun á dagvinnutíma er lögð áhersla á að nýta þá þjónustu sem er í boði á hverjum stað fyrir sig.
Utan dagvinnutíma er áhersla lögð á að koma málum í réttan farveg, meta hvort þörf er á frekari þjónustu og hversu brátt það skal vera.

Markmiðið er að veita góða faglega ráðgjöf á öllu landinu og nýta betur þá þjónustu sem í boði er.