Sýnatökubeiðni – Nýtt á heilsuvera.is

By | Fréttir | No Comments


Nú er hægt að skrá sig í einkennasýnatöku vegna COVID-19 á Mínum síðum Heilsuveru.
Þetta gengur þannig fyrir sig að þú skráir þig inn á Mínar síður á heilsuvera.is með rafrænum skilríkjum.
Þar smellir þú á COVID-19 flipann og velur skráningu í sýnatöku. Því næst hakar þú við í einkennalistanum og smellir á Senda.
Innan 5 mínútna berst svo svar með strikamerki og nánari upplýsingum. Þú færð tilkynningu í SMS-i og nálgast upplýsingarnar undir Samskipti í Heilsuveru.
Hér fyrir ofan er skjámynd af skráningarforminu og neðar er skjámynd af staðfestingu.


Núna er kerfið stillt þannig að skráningar í sýntöku stoppa þegar búið er að biðja um 500 sýnatökur þann daginn. Ef það gerist opnast aftur fyrir skráningu á hádegi daginn eftir.
Þau sem geta ekki bókað tíma samdægurs fá skilaboð um að hafa samband við heilsugæsluna eða 1700 ef um alvarleg veikindi er að ræða. Þá bókar heilbrigðisstarfsmaður sýnatökuna.

Læknavaktin hannar nýtt húsnæði

By | Fréttir | No Comments

Árið 1998 fékk Læknavaktin afhent nýtt húsnæði að Smáratorgi 1 í Kópavogi. Var það bylting í vaktþjónustu heimilislækna enda húsnæðið hannað að þörfum slíkrar þjónustu.

20 árum seinna hefur aðsókn á Læknavaktina farið úr rúmlega 30 þúsund komum í rúmlega 80 þúsund komur. Á þessum tíma hefur margt verið gert til þess að bæta aðstöðun en á síðusta ári varð ljóst að verulega þurft að bæta húsnæðiskost Læknavaktarinnar.

Niðurstaðan varð sú að Læknavaktin mun hanna nýtt húsnæði í Austurveri og er stefnt að flutningum þangað um mitt árið 2018 og mun þá ljúka nær 20 ára farsælli sögu í Kópavogi.

Nýja húsnæðið í Austurveri mun veita möguleika á mun rýmri og bjartari biðstofum og betri aðstöðu fyrir skjólstæðinga. Einnig munu læknastofum fjölga, símaver hjúkrunarfræðinga stækka og aðstaða fyrir starfsfólk bætt til muna.

Á næstu vikum og mánuðum munu birtast uppfærðar greinar um framgang nýja húsnæðisins.

Samstarf Læknavaktarinnar og HSN á Húsavík

By | Fréttir | No Comments

Þann 1. mars 2015 hófst samstarf Læknavaktarinnar og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) á Húsavík þegar fagleg símaráðgjöf Læknavaktarinnar var útvíkkuð í sólahringsþjónustu. Eftir því sem leið á árið voru fleiri vaktsvæði sem nýttu sér þessa þjónustu þar til í nóvember 2015 þegar allt landið hafði sameinast í miðlægri símaráðgjöf. Útvíkkun á þjónustu Læknavaktarinnar var hluti af tilraunaverkefni sem svo var boðið út haustið 2016.

Læknavaktin og HSN á Húsavík héldu svo áfram góðu samstarfi að loknu útboði á verkefninu þar sem HSN á Húsvík sinnir símaráðgjöf alla virka daga frá 8 til 16.

Samstarf við Öskju heldur áfram

By | Fréttir | No Comments

Læknavaktin og Askja gengu frá samkomulagu um nýja vaktbifreið vorið 2017 og var Mercedes Benz GLC afhentur í júlí 2017. Að lokinni standsetningu og merkingu var vaktbifreiðin tekin í noktun í ágúst 2017.

Með þessu er gert áframhald á afar farsælu samstarfi Öskju og Læknavaktarinnar sem nær aftur til ársins 2011 þegar Læknvaktin tók í þjónustu sínu Mercedes Benz GLK.

Mercedes Benz GLC varð fyrir valinu eftir prófun og tilboð í fjölda bifreiða frá ólíkum umboðum. Samkeppnin var hörð en á endanum þótti GLC skara framúr í aksturseiginleikum og hagkvæmni.

Vitjanaþjónusta í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjósahreppi.

By | Fréttir | No Comments

Í febrúar 2017 tók Læknavaktin formlega við vaktlæknaþjónustu utan dagvinnutíma í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjóshrepp að beiðni Sjúkratrygginga Íslands.

Stærsta breytingin er þá að Læknavaktin mun veita vitjanaþjónustu á mun stærra svæði en áður og ásamt því að búast má við aukinni aðsókn íbúa þessara svæða í móttöku Læknavaktarinnar að Smáratorgi.

Læknavaktin hefur þegar brugðist við þessari stækkun með bættri mönnum og auknum búnaði til þess að þjónusta við íbúa vaktsvæðisins verði áfram eins góð og mögulegt er.

Fagleg símaráðgjöf fyrir allt landið, allan sólarhringinn.

By | Fréttir | No Comments

Þann 1. apríl 2017 tók Læknavaktin formlega við símaverkefni um heilbrigðisráðgjöf og vegvísun eftir útboð haustið 2016.

Hjúkrunarfræðingar eru á vakt allan sólarhringinn í síma 1770 og 1700 og sinna faglegri símaráðgjöf og vegvísun í heilbrigðiskerfinu fyrir allt landið.
Í vegvísun á dagvinnutíma er lögð áhersla á að nýta þá þjónustu sem er í boði á hverjum stað fyrir sig.
Utan dagvinnutíma er áhersla lögð á að koma málum í réttan farveg, meta hvort þörf er á frekari þjónustu og hversu brátt það skal vera.

Markmiðið er að veita góða faglega ráðgjöf á öllu landinu og nýta betur þá þjónustu sem í boði er.