Þjónusta fyrir alla

Móttaka Læknavaktarinnar í Austurveri á Háaleitisbraut 68 er opin utan dagvinnutíma allan ársins hring og er mönnuð af sérfræðingum í heimilislækningum. Öllum er frjálst að nýta sér þjónustu Læknavaktarinnar og engin þörf á tímapöntunum.

Opnunartímar

Virka daga opnar móttakan kl. 17 og er opin til kl. 23.30.
Um helgar opnar kl. 9:00 og er opið til kl. 23.30.

Helgidagar og almennir frídagar

Helgidaga og almenna frídaga opnar kl. 9:00 og er opið til kl. 23.30 nema aðfangadagskvöld og gamlárskvöld en þá er lokað milli kl. 18:00 og 21:00 og er þá opið til kl. 23:00.