Samstarf Læknavaktarinnar og HSN á Húsavík

Þann 1. mars 2015 hófst samstarf Læknavaktarinnar og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) á Húsavík þegar fagleg símaráðgjöf Læknavaktarinnar var útvíkkuð í sólahringsþjónustu. Eftir því sem leið á árið voru fleiri vaktsvæði sem nýttu sér þessa þjónustu þar til í nóvember 2015 þegar allt landið hafði sameinast í miðlægri símaráðgjöf. Útvíkkun á þjónustu Læknavaktarinnar var hluti af tilraunaverkefni sem svo var boðið út haustið 2016.

Læknavaktin og HSN á Húsavík héldu svo áfram góðu samstarfi að loknu útboði á verkefninu þar sem HSN á Húsvík sinnir símaráðgjöf alla virka daga frá 8 til 16.