Samstarf við Öskju heldur áfram

Læknavaktin og Askja gengu frá samkomulagu um nýja vaktbifreið vorið 2017 og var Mercedes Benz GLC afhentur í júlí 2017. Að lokinni standsetningu og merkingu var vaktbifreiðin tekin í noktun í ágúst 2017.

Með þessu er gert áframhald á afar farsælu samstarfi Öskju og Læknavaktarinnar sem nær aftur til ársins 2011 þegar Læknvaktin tók í þjónustu sínu Mercedes Benz GLK.

Mercedes Benz GLC varð fyrir valinu eftir prófun og tilboð í fjölda bifreiða frá ólíkum umboðum. Samkeppnin var hörð en á endanum þótti GLC skara framúr í aksturseiginleikum og hagkvæmni.