Vitjanaþjónusta í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjósahreppi.

Í febrúar 2017 tók Læknavaktin formlega við vaktlæknaþjónustu utan dagvinnutíma í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjóshrepp að beiðni Sjúkratrygginga Íslands.

Stærsta breytingin er þá að Læknavaktin mun veita vitjanaþjónustu á mun stærra svæði en áður og ásamt því að búast má við aukinni aðsókn íbúa þessara svæða í móttöku Læknavaktarinnar að Smáratorgi.

Læknavaktin hefur þegar brugðist við þessari stækkun með bættri mönnum og auknum búnaði til þess að þjónusta við íbúa vaktsvæðisins verði áfram eins góð og mögulegt er.